Leynifundur í Lissabon

48 vonandi útskýrir vankunnáttu mína á málum Portúgal. Ég finn augu konungs horfa á okkur ganga rólega inn salinn. Hönd mín liggur á olnboga Vasco da Gama og ég passa að ganga bein í baki. Ég horfi örlítið niður á við, ekki beint á konunginn, eins og Vasco da Gama hafði sagt mér að gera. Vasco da Gama hneigir sig djúpt. Ég hneigi mig eins og ég ímynda mér að sé viðeigandi. Við gleymdum alveg að æfa þetta á leiðinni. Ég passa mig að segja ekkert. Reglurnar eru þær að konungur ávarpar þig fyrst. Ef hann segir ekkert við þig, þá yfirgefur þú salinn orðlaust. „Landkönnuður, hvað er þér að höndum?“ Spyr konungurinn. „Fyrir utan löngun mína til að heimsækja þig, konungur minn, hylla þig og sýna þér hollustu mína og virðingu ...“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=