Leynifundur í Lissabon

46 konungs til að hann veiti mér viðtal. Ég þarf tækifæri til að útskýra fyrir honum hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig þarna úti.“ Ég kinka kolli og reyni að sýna honum að ég skilji. Það er náttúrulega óþolandi þegar einhver dæmir mann án þess að maður fái að segja sína hlið á málinu. „Ég hef heyrt að konungurinn ætli að skipa einhvern í embætti landstjóra á indversku nýlendunum, sem komu í okkar hlut eftir ferðirnar mínar. Mig langar í þá stöðu.“ „Það gerist ekkert ef við sitjum hér í allan dag,“ segi ég sjálfri mér að óvörum. Ég stend upp til að leggja áherslu á orð mín. Kannski kemst ég til baka ef ég hjálpa honum. Vasco da Gama setur smámynt á borðið til að greiða fyrir drykkina og við leggjum af stað upp hæðina, í átt að kastalanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=