Leynifundur í Lissabon

43 og segi án þess að horfa á hann: „Ég man bara ekki neitt. Í alvöru.“ „Eins og ég segi, þá veit ekki hvaðan þú kemur. Eða hvort ég geri rétt með að fara með þig til konungs Portúgal. En það er eitthvað við þig og hvernig þú berð þig, sem fær mig til að halda ...“ hann horfir hugsi á mig. „Sko, til að gera langa sögu stutta þá fór ég í leiðangur. Ferðin var farin af því að konungurinn styrkti hana, það er jú dýrt að setja svona leiðangur saman.“ Hann hættir að tala um leið og þjónustustúlka kemur með kaldan sítrónudrykk og setur á borðið. Drykkurinn er svolítið súr en minnir á límonaði. Þegar hún fer aftur frá borðinu heldur hann áfram lágum rómi. „Ferðin gekk vel, okkur tókst að finna nýja siglingaleið. Núna þurfum við ekki lengur að fara í gegnum Miðjarðarhafið til að versla krydd, silki og aðrar vörur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=