Leynifundur í Lissabon

42 Vasco da Gama nemur staðar. Tekur af sér hattinn og rótar eitthvað í hárinu. Lítur svo á mig og spyr: „Minnisleysi? Er það sagan sem þú segir mér núna?“ Svo hlær hann og ég veit ekkert hvað ég á að segja eða gera. Hann heldur áfram að ganga og beygir inn í þrönga götu. Fer inn á bar og við setjumst við borð úti í horni. „Ég hef ferðast víða en ekki veit ég hvaðan þú kemur,“ segir hann mjög lágt til að aðrir á staðnum heyri ekki. „Hvergi, á mínum ferðalögum, hef ég séð svona föt eins og þú varst í þegar við hittumst. Þú ert mér framandi.“ Hann horfir á mig og ég lít niður á borðið. Get ekki horft í augun á honum, hrædd um að hann skilji mig bara eftir. Og hvað þá? Hvernig kemst ég aftur til nútímans? Hvernig kemst ég til baka til pabba? Hvað á ég að gera? Ég berst við að leyfa ekki kvíðanum að ná yfirhöndinni. Þögnin varir í heila eilífð. Ég ræski mig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=