Leynifundur í Lissabon

41 Við leggjum af stað frá skipinu. Ég lít til baka og sé að skipin á ánni eru öll eins og seglskipin sem ég sá þegar ég stóð við bakkann að taka myndir fyrr í dag. Myndavélin í símanum mínum getur pottþétt séð inn í fortíðina! Sá ég þá inn í fortíðina? Hjartað mitt slær aðeins hraðar og ég svitna í lófunum. Ég hef aldrei áður hitt konung. Hvað þá konung frá miðöldum. Eða voru mið­ aldirnar búnar? Hvað heitir þetta tímabil þá? Ó nei, konungurinn mun sjá strax að ég veit ekkert. Kannski er ekki til siðs að konur tali í návist konungs árið 1504. „Hérna, manstu þegar ég mundi ekki hvaða ár var?“ Spurði ég Vasco da Gama á meðan við gengum saman í gegnum borgarmúrinn og stefndum í átt að kastalanum. Hann kinkar kolli. „Ég missti nefnilega minnið og man þess vegna lítið um málefni Portúgals,“ segi ég og vona að lygin sé sannfærandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=