Leynifundur í Lissabon
41 Við leggjum af stað frá skipinu. Ég lít til baka og sé að skipin á ánni eru öll eins og seglskipin sem ég sá þegar ég stóð við bakkann að taka myndir fyrr í dag. Myndavélin í símanum mínum getur pottþétt séð inn í fortíðina! Sá ég þá inn í fortíðina? Hjartað mitt slær aðeins hraðar og ég svitna í lófunum. Ég hef aldrei áður hitt konung. Hvað þá konung frá miðöldum. Eða voru mið aldirnar búnar? Hvað heitir þetta tímabil þá? Ó nei, konungurinn mun sjá strax að ég veit ekkert. Kannski er ekki til siðs að konur tali í návist konungs árið 1504. „Hérna, manstu þegar ég mundi ekki hvaða ár var?“ Spurði ég Vasco da Gama á meðan við gengum saman í gegnum borgarmúrinn og stefndum í átt að kastalanum. Hann kinkar kolli. „Ég missti nefnilega minnið og man þess vegna lítið um málefni Portúgals,“ segi ég og vona að lygin sé sannfærandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=