Leynifundur í Lissabon

40 Ég nota tækifærið á meðan ég er ein og kíki á símann minn. Skjárinn er bara svartur. Það er ekkert samband og það lítur út eins og hann sé batteríslaus en samt er kveikt á honum. Ég sting honum inn á mig. Þegar ég kem aftur upp á þilfar bíður Vasco da Gama eftir mér. Hann hefur farið í bað og er strokinn og hreinn. Hann klæðist þykkum sokkabuxum og einhvers konar stuttbuxum sem eru teknar saman um hnén. Skikkja, sem er fest saman ofan á vinstri öxlinni, gerir hann glæsilegan. Á höfðinu er hann með hatt, með breiðu barði. Ég fæ gæsahúð. Vasco da Gama er skugga­ maðurinn frá því í gær! Getur verið að ég sjái inn í fortíðina í gegnum símann minn? Hann brosir þegar hann sér mig og segir að við verðum að drífa okkur. „Hvert erum við að fara?“ Spyr ég. „Að hitta Manuel I, konung Portúgal og Algarves,“ svarar hann hátíðlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=