Leynifundur í Lissabon
39 Ár ið 1504 Niðri í káetu er stór viðarbali á gólfi og skítugt sápustykki. Skipverjinn bendir á baðið og svo á kjól sem liggur ofan á borði. Ég kinka kolli og loka dyrunum á eftir manninum. Finnst þeim í alvöru að ég þurfi að fara í bað? Ég er svo langtum hreinni en allir á þessu skipi, enda fór ég í sturtu í gærkvöldi. Ég þykist bara fara í bað. Sulla aðeins í vatninu til að smá bleyta slettist niður á gólf. Svo væti ég hendurnar og þurrka mér í lakið sem liggur við hliðina á balanum. Kjóllinn er ekki líkur neinu sem ég hef áður mátað. Hann er grænn á litinn, með mittislínuna lengst uppi á bringu og hálsmálið nær út á axlir. Kjóllinn er víður og síður þannig að sandalarnir mínir sjást ekki þegar ég stend.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=