Leynifundur í Lissabon

38 „Ert þú aðalborin?“ Spyr hann. „Hvað meinar þú?“ Spyr ég á móti. „Hvernig þú borðar, heldur á skeiðinni, sötrar ekki. Ert þú aðalborin?“ Ég velti orðinu fyrir mér, aðalborin. Að vera borinn þýðir örugglega að vera fæddur. Amma segir oft þegar hún talar um fólk: „Auðvitað þekkir þú Nonna, hann er borinn og barnfæddur Þingeyingur.“ Og þá hlýtur aðalborin að vera fæddur í aðalstétt. Hann er líkast til að spyrja hvort ég sé af góðum ættum, rík, kannski konungborin. Ég passa mig að flissa bara inni í mér. „Nei, ég er ekki aðalborin,“ svara ég. Hann horfir á mig og ég sé að hann trúir mér ekki. Hann kallar til skipverjana og eftir dágóða stund kemur einn þeirra og biður mig um að fylgja sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=