Leynifundur í Lissabon
38 „Ert þú aðalborin?“ Spyr hann. „Hvað meinar þú?“ Spyr ég á móti. „Hvernig þú borðar, heldur á skeiðinni, sötrar ekki. Ert þú aðalborin?“ Ég velti orðinu fyrir mér, aðalborin. Að vera borinn þýðir örugglega að vera fæddur. Amma segir oft þegar hún talar um fólk: „Auðvitað þekkir þú Nonna, hann er borinn og barnfæddur Þingeyingur.“ Og þá hlýtur aðalborin að vera fæddur í aðalstétt. Hann er líkast til að spyrja hvort ég sé af góðum ættum, rík, kannski konungborin. Ég passa mig að flissa bara inni í mér. „Nei, ég er ekki aðalborin,“ svara ég. Hann horfir á mig og ég sé að hann trúir mér ekki. Hann kallar til skipverjana og eftir dágóða stund kemur einn þeirra og biður mig um að fylgja sér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=