Leynifundur í Lissabon
37 sem heilsa honum. „Hver er þetta,“ spyr einn mannanna og nikkar höfðinu í átt til mín. „Ég held hún komi að notum,” hvíslar Vasco da Gama. Svo lágt að ég heyri það varla. Ég stend fyrir aftan hann og reyni að láta sem minnst fyrir mér fara. Hann spyr karlana um hitt og þetta og fær sér sæti á þilfarinu. Með handabendingu segir hann mér að gera slíkt hið sama. Einn karlinn hverfur niður í skip og kemur aftur upp með tvær súpuskálar og brauð. „Síðdegissnarl,“ muldrar Vasco da Gama um leið og hann skóflar upp í sig súpuna. Ég tek upp skeiðina, sem er skorin út úr einhverju beini og borða kjötsoðið. Brauðið er nýbakað og er mjög gott. Hann klárar súpuna með því að drekka úr skálinni. Hann þurrkar sér um munninn og fylgist með mér borða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=