Leynifundur í Lissabon
36 Eftir um klukkustund komum við niður að ánni Tejo og þar liggja nokkur skip fyrir landfestum. Ég lít í kringum mig og álykta að við séum á sama stað og við pabbi borðuðum hádegismat í gær. Þá ályktun dreg ég af tveimur hæðum þar sem kirkja trónir á annarri og kastali á hinni. Kirkjan er líklega rústirnar sem ég sá í gær. Kastalinn lítur öðruvísi út en hann gerði í gær. En í samfélagsfræðitíma lærði ég að konungar byggðu kastala uppi á hæðum. Þaðan gátu varðmenn séð vel yfir sveitir og varist árásum og óvæntum heimsóknum. Eins sagði kennarinn að þegar einhver tók völdin frá öðrum þá var sjaldan byggður nýr kastali frá grunni. Heldur reyndi fólk að nýta þann kastala sem fyrir var og byggja frekar við hann. Vasco da Gama gengur upp landganginn á einu seglskipinu og gefur mér merki um að elta sig. Um borð eru sex karlmenn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=