Leynifundur í Lissabon

35 Mér líst ekki á svipinn á honum þegar hann svarar: „1504 auðvitað.“ „Takk. Ég gleymi svo oft tölum,“ segi ég vandræðalega og reyni að láta eins og það sér fullkomlega eðlilegt. Takk. Obrigada. Syngjandi fallegt orð. Ég endurtek það aftur upphátt og ég veit ekki hvort mér finnst magnaðra: Að ég tali reiprennandi portúgölsku eða að ég sé að tala við mann sem er löngu dáinn. Vasco da Gama heldur áfram að ganga. Ég hika við að elta hann. Þegar hann verður var við það snýr hann sér við og kallar: „Fljót nú, ef við ætlum að ná fyrir myrkur í skipið þá þarft þú að herða á göngunni.“ Ég læt ekki segja mér það tvisvar sinnum og hleyp hann uppi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=