Leynifundur í Lissabon
34 „Stelpur eru ekki í buxum,“ segir hann ósannfærður um sannsögli mína. Það er eins og kalt vatn renni niður eftir bakinu mínu. Ég missi andann og ég átta mig. Ég hef einhvern veginn ferðast aftur í tímann. Þess vegna vantar allar akreinar, lestarteina, klaustrið, kirkjuna og minnismerki um þennan mann sem núna er lifandi. Það sem ég hef skoðað í dag hefur enn ekki verið reist. Og stelpur í buxum er óalgeng sjón. „Ég varð að þykjast vera strákur, til að komast undan þjófum,“ lýg ég og hjartað slær á ógnarhraða. Hann horfir í augu mín, eins og til að lesa lygina í sál minni. Hristir höfuðið, heldur áfram að ganga og segir: „Stundum þarf að bjarga lífi sínu á einn eða annan hátt.“ „Ég er að spá,“ segi ég hikandi „veist þú hvaða ár er núna?”
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=