Leynifundur í Lissabon
33 þar sem þau voru. Ég lít til baka og sé að kirkjan og klaustrið gufa upp. Ég skil ekki neitt í neinu. Vasco da Gama lítur aðeins í kringum sig og stormar ákveðinn yfir svæðið sem áðan var lokað af vegna akreina og lestarteina. Ekkert lítur út eins og það gerði. Belem turninn er horfinn. Hins vegar sé ég háreistan borgarmúr í fjarlægð og þangað stefnir Vasco da Gama. Hann gengur alveg svakalega hratt. Vasco da Gama stoppar og snýr sér við, augu hans grandskoða mig. Þau renna frá skónum og upp að andliti. „Þú ert skrýtinn strákur,“ segir hann svo og heldur áfram að ganga. „Ég er reyndar stelpa,“ leiðrétti ég hann. Það kitlar eyrun að heyra lítarlausa portúgölsku hljóma frá mér. Aftur nemur hann staðar. Horfir á buxurnar sem ég er í og ég sé að hann er að velta því fyrir sér hvort ég sé að segja satt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=