Leynifundur í Lissabon

27 Camões, sem orti meðal annars ljóð um ferðir Vasco da Gama.“ Ég legg á minnið að landkönnuðurinn er með hatt og til vinstri. Miðaldra hjón í eins íþróttagöllum ganga mjög hægt á undan okkur inn í kirkjuna. Maðurinn dregur skóna eftir gólfinu þannig að það heyrast sóphljóp í hvert sinn sem hann tekur skref. Rita fær sér sæti og lokar augunum, kannski er hún að biðja. Ég fer og skoða fyrst grafhýsi ljóðskáldsins og geng svo hring um kirkjuna. Skoða altarið, predikunarstólinn og enda við grafhýsi Vasco da Gama. Grafhýsið er stórglæsilegt. Allt útskorið í stein, kannski marmara. Ég krýp niður til að skoða myndirnar betur. Á hliðinni er stórt seglskip, alveg eins og ég taldi mig sjá á ánni áðan. Ég lít í kringum mig áður en ég þori að rétta fram

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=