Leynifundur í Lissabon

26 Á milli okkar og klaustursins liggja lestarteinar og akreinar. Við þurfum þó ekki að hlaupa með lífið í lúkunum undan lestum og bílum. Undirgöng liggja á milli þessara fjölsóttu staða. Í göngunum er maður með skemmtara að spila suðræna tónlist. Dillandi tónar leiða okkur í gegnum göngin og upp úr þeim aftur. „Við ætlum að skoða kirkjuna,“ segir Rita en bætir við: „En fyrst fáum við okkur ís.“ Ég er ánægð með hvernig hún hugsar. „Þegar við komum inn í kirkjuna sérðu tvö grafhýsi,“ útskýrir Rita á meðan við klárum ísinn. „Annað þeirra geymir líkamsleifar Vasco da Gama. Þú þekkir það á því að líkneskið er með hatt á höfðinu og það er vinstra megin þegar þú gengur inn í kirkjuna. Hitt grafhýsið geymir líkama ljóðskáldsins Luís de

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=