Leynifundur í Lissabon
25 Við röltum aftur í bílinn og keyrum í tvær mínútur áður en hún leggur honum aftur. Við göngum í átt að háum skúlptúr. „Þetta kallast landafundamerkið,“ segir Rita. „Á því eru styttur af mönnum sem komu allir að landafundunum.“ Ég kinka kolli og Rita gefur mér tíma til að taka myndir. Ég horfi yfir ána í gegnum myndavélina í símanum. Eitt andartak sé ég seglskip sigla upp ána. Risastór seglskip eins og ég hef séð í sjóræningjamyndum sem eiga að gerast í gamla daga. Ég lít upp frá símanum og seglskipin eru horfin. Hrollurinn sem ég fékk við ána í gær, þegar ég sá skuggamanninn, kemur aftur. Er ég að sjá ofsjónir? „Við skulum halda áfram,“ segir Rita þegar ég kem aftur til hennar. „Sérðu klaustrið þarna hinum megin við götuna?“ spyr Rita og bendir. „Við ætlum að rölta þangað yfir.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=