Leynifundur í Lissabon

24 Grafhýsið „Jæja, þá erum við komin. Hér skoðum við Belem turninn,“ segir Rita og leggur bílnum. Ég sting gollunni ofan í veskið þegar við komum út, því það er heitt og ég þarf ekki peysu. Rita segir að varðturninn hafi verið byggður í kringum 1520. Frá honum var fylgst með siglingu skipa upp og niður Tejo ána. Hann var líka byggður til að minnast landafunda Vasco de Gama. „Vasco da Gama fann sjóleiðina frá Evrópu til Indlands. Þá varð Portúgal nýlenduþjóð og stjórnaði markaði frá Asíu til Evrópu.“ Rita sér að ég er ekki alveg að fylgja, þannig að hún bætir við: „Eftir að hann fann sjóleiðina til Asíu varð Portúgal mjög ríkt land“. Ég kinka kolli þegar ég átta mig á hvað Rita er að meina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=