Leynifundur í Lissabon
22 „Jæja, þá erum við stelpurnar bara eftir,“ segir Rita og brosir hlýlega til mín. Við keyrum eftir þröngum götum. Stundum eru húsveggirnir örfáa sentimetra frá bílnum. Ég velti því fyrir mér hversu margir hafa rispað hliðarnar á bílunum sínum eða brotið hliðarspeglana. Svo keyrum við út úr gamla hverfinu og eftir breiðstræti. „Sjáðu þarna,“ segir Rita og bendir á fótboltaleikvang, sem er flísalagður að utan með grænum, gulum og hvítum flísum. „Þetta er heimavöllur Sporting Lisbon, sem er annað af tveimur liðum borgarinnar. Reyndar eru þrjú lið en tvö sem eru í efstu deildinni.“ Rita bætir við glottandi: „Við sem höldum með Benfiga, sem er hitt aðal liðið, köllum þennan heimavöll klósettið. Af því að það er flísalagt eins og baðherbergi.“ Ég hlæ og sé að það gleður Ritu. Skyldi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=