Leynifundur í Lissabon
21 hann þarf að ýta oftar við mér. Að lokum drattast ég á fætur, bursta tennur og fer í föt. Klukkan níu mætum við í anddyri hótelsins, búin að fá okkur morgunmat. Dökkhærð kona kemur til okkar og segist vera bílstjórinn okkar. „Ég heitir Rita og við byrjum á því að skutla pabba þínum á fund en förum svo í Belem hverfið,“ segir hún við mig á ensku. Við keyrum í um það bil tíu mínútur og á meðan fer Rita yfir daginn með pabba. Ég hætti að hlusta þegar hún útskýrir fyrir honum í smáatriðum hvert hann eigi að fara til að hitta einhvern mann og bla bla bla. Rita stöðvar bílinn til að hleypa pabba út. Hún snýr sér við og spyr mig hvort ég vilji ekki að færa mig fram í. „Góða skemmtun Katla mín, ég hlakka til að hitta þig seinni partinn þegar ég er búinn á fundum,“ kallar pabbi. Um leið smeygi ég mér í farþegasætið við hliðina á Ritu og veifa til hans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=