Leynifundur í Lissabon
19 „Það er varla að maður tímir að borða hann,“ segir pabbi og réttir sinn ís að mér. Ég rétti út minn ís og við skálum. Ég brosi. Frá því að ég man eftir mér hefur pabbi skálað við mig með alls konar mat. Eins og til dæmis appelsínubátum, mjólkurglösum, páskaeggjum og lakkríslengjum, sem stundum endar reyndar með skylmingum. Við setjumst á bekk, horfum á allt fólkið og njótum þess að borða ísinn. Síðan röltum við rólega um hverfið og tökum stefnuna á hótelið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=