Leynifundur í Lissabon
18 „Má ég sjá,“ kallar pabbi fyrir framan mátunarklefana. Í alvörunni! Þarf maðurinn að vera svona hávær? Ég fer fram í kjólnum og hann brosir út að eyrum þegar hann sér mig. „Þú ert dásamlega falleg. Bíddu, ég verð að taka mynd og senda mömmu.“ Ég ranghvolfi augunum en stilli mér upp fyrir mynd. Það er nú svolítið gaman að sjá hann svona spenntan. Nánast með tárin í augunum eins og stoltur pabbi í amerískri bíómynd, sem horfir á dóttur sína í brúðarkjól. „Jæja, þá má ég velja stað fyrir eftirrétt,“ segir pabbi þegar við göngum út úr búðinni. Við tökum stefnuna á ísbúð í verslunar götunni. Í glerkistu er mikið úrval af kúluís. Það tekur okkur smá stund að velja tvær bragðtegundir á mann. Maðurinn sem afgreiðir okkur réttir okkur ísana, sem líta út eins og rósir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=