Leynifundur í Lissabon

17 „Þú minnir mig á sjálfa mig þegar ég þarf að elta þig í gegnum byggingavöru­ verslanir,“ segi ég og hann brosir. Við förum inn í næstu verslun og þá sé ég hann. Guðdómlega fallegur kjóll á gínu. Ég lít á pabba og segi: „Keppni. Sá sem finnur kjólinn fyrst má velja hvert við förum að fá okkur eftirrétt.“ Pabbi þarf ekki frekari hvatningu. Hann tekur mynd af kjólnum og ég get svarið það: Hann svindlar! Með símann á lofti hleypur hann til næsta starfsmanns og lætur hann teyma sig að kjólnum. Lyftir upp herðatré með draumakjólnum hangandi á og gólar yfir búðina: „Katla, ég fann hann. Ég vann!“ Ó, mig langar til að gólfið gleypi mig. Eldrauð í framan geng ég til hans, finn mína stærð og arka inn í mátunarklefann. Kjóllinn passar svo vel að það mætti halda að hann væri sérsaumaður á mig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=