Leynifundur í Lissabon

16 Við enda torgsins göngum við í gegnum fallega skreytt borgarhlið inn í verslunargötuna. „Jæja Katla mín, nú skulum við klára verkefnið sem mamma þín setti okkur fyrir,“ segir pabbi. „Og hvað var það?“ Spyr ég og vona að það sé ekki eitthvað vandræðalegt. „Hún sagði að við ættum að kaupa fermingarfötin þín.“ Ég hoppa upp um hálsinn á honum af gleði. Allar stelpurnar í bekknum eru búnar að kaupa sér föt fyrir daginn. Nú er komið að mér. Pabbi leyfir mér að velja búð. Eða sko, búðir. Þegar ég er búin að fara í gegnum þrjár verslanir án þess að kaupa neitt sé ég að pabbi er farinn að missa áhugann. Hann lítur á mig þegar ég fer að hlæja. „Hvað er svona fyndið?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=