Leynifundur í Lissabon

15 mig hrollur og ég lít í kringum mig. Enginn nálægt okkur svipar til þessa manns. „Það mætti halda að þú hafir séð draug,“ segir pabbi og hlær. Ég rétti símann til hans til að sýna honum skuggamanninn. En hann misskilur og heldur að ég vilji mynd af okkur báðum. Í stað þess að taka sjálfu fær hann ókunnugan mann til að mynda okkur. „Sendu mömmu þessa,” segir pabbi um leið og hann réttir mér símann minn. Hvaða maður var þetta á myndinni? Ég sný mér við og horfi í átt að ánni. Ský dregur fyrir sólu og ég sé manninn aftur. Hann horfir yfir torgið og beint á mig. „Sérðu manninn þarna?“ Spyr ég og toga í handlegginn á pabba. Hann snýr sér við en þá er maðurinn horfinn. „Hvaða mann?“ Spyr pabbi annars hugar. „Ekkert,“ muldra ég og velti því fyrir mér hvort ég sé komin með sólsting.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=