Leynifundur í Lissabon
14 Skugginn „Röltum niður að á, þar sérðu hengibrú sem minnir marga á San Fransisco í Bandaríkjunum,“ segir pabbi. „Og þarna sérðu styttu sem minnir á styttuna af Jesú í Rio de Janeiro í Brasilíu,“ bætir hann við. Ég horfi á styttu hinum megin við ána og sé brú í fjarska. Pabbi tekur myndir af mér á símann sinn. Ég tek myndir af sjálfri mér á minn. Með bakið í ána sé ég kastala uppi á hæð, sem kíkir yfir húsin sem umvefja torgið. Á móti kastalanum er önnur hæð þar sem eru kirkjurústir. Ég smelli af nokkrum myndum og skoða útkomuna. Á einni mynd sést skuggi fyrir aftan mig. Ég stækka myndina til að skoða betur hvað þetta er. Skugginn er af manni sem er með skikkju og barðastóran hatt. Það fer um
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=