Leynifundur í Lissabon
12 „Já, hann hóf atvinnumannaferil sinn hér í Lissabon með Sporting, en hann fæddist á Madeira,“ segi ég viss í minni sök. Ég ákvað í 6. bekk að ég ætlaði að giftast Ronaldo einn daginn og lærði því allt um hann. Allt! Ég veit til dæmis að hann var skírður eftir fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem hét Ronald Regan. Pabbi Ronaldos hélt mikið upp á þennan Regan, ekki sem forseta heldur var karlinn víst leikari áður en hann tók við forsetaembættinu. „Hmmm,“ muldrar pabbi. Í staðinn fyrir að hafa smá trú á vineskju minni þá tekur hann upp símann. „Við skulum sjá hvað netið segir,“ muldrar hann um leið og hann slær inn leitarorðum. Ég legg niður gaffalinn og einbeiti mér að því að setja upp svipinn ég hef rétt fyrir mér . Pabbi rýnir í skjáinn og segir hissa, líkt og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=