Leynifundur í Lissabon

11 Það er ekkert að stressa sig á því hvort einhver horfi á það. Ég roðna þegar parið við hliðina á okkur dettur í suddalegan sleik á milli rétta. Ekki misskilja, ég hef oft séð fólk í sleik, eða sko unglinga. Ekki svona gamalt fólk. Þetta par var örugglega alveg þrjátíu og eitthvað. Ógeðslegt. Pabbi leggur símann á borðið og þjónninn kemur með matinn til okkar. „Já, Lissabon hefur upp á ýmislegt að bjóða,“ sönglar pabbi eins og ferðamálaráðgjafi borgarinnar. „Hér fæddist Ronaldo og varð heimsfrægur fótboltamaður.“ „Hann fæddist reyndar á Madeira,“ segi ég með fullan munn. Pabbi hristir höfuðið og segist vera alveg klár á því að Ronaldo hafi leikið með Sporting Lisboa. Ég er með veggspjald af CR7 uppi á vegg hjá mér, sem ég hengdi upp þegar ég var í 6. bekk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=