Leynifundur í Lissabon
10 teygir úr sér og horfir til sólar. Ég umla eitthvað til samlætis en get ekki hrist af mér tilfinninguna að ég sé samt ekki velkomin. Að þetta sé allt einhver leiksýning hjá gamla til að breiða yfir rifrildin fyrir brottför. „Hvernig er svo dagskráin hjá þér?“ Spyr ég um leið og þjónninn kemur með drykki handa okkur á borðið. „Ég fer á stuttan fund í kvöld og þú hefur það gott á hótelinu á meðan. Á morgun verður þér boðið í bíltúr um borgina að skoða Belem hverfið á meðan ég er á ráðstefnu.“ Þegar hann sér að ég hoppa ekki hæð mína af kæti hlær hann. Hann reynir að sannfæra mig um að þetta verði ljómandi dagur en er truflaður af símanum sínum. Það eru ótrúlega margir sýnilega ástfangnir hér í Lissabon. Fólk leiðist, kyssist og strýkur hvert öðru í gríð og erg.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=