Leynifundur í Lissabon

9 þar sem nokkrir steinbogar skaga upp úr byggingu. Pabbi heldur áfram: „Þetta var kirkja og klaustur og var ákveðið að láta rústirnar standa óhreyfðar til minningar um jarðskjálftann.“ Við göngum áfram niður torgið og ég sé merki verslana fram undan. „Pabbi, náum við að kíkja eitthvað í búðir?“ Spyr ég vongóð. „Við erum í sögufrægri borg og þú talar bara um verslanir,“ segir hann og þykist hneykslaður. Glottið sem fylgir lofar þó góðu. Við göngum niður að torgi sem liggur við ána. Pabbi les alla matseðla sem hægt er að skoða við veitingastaðina. Ég læt sem ég þekki hann ekki og rölti aðeins um torgið. Loks blístrar hann og líkt og hlýðinn hundur rölti ég til hans. Við fáum okkur sæti á staðnum sem hann hefur valið. „Katla, þetta er sko lífið,“ segir pabbi,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=