Leynifundur í Lissabon
8 CR7 Hádegissólin tekur á móti okkur þegar við göngum út af hótelinu. „Ég get nú frætt þig um ýmislegt sem tengist Lissabon,“ segir pabbi og reynir að klípa í nefið á mér. Þegar ég segi ekkert, heldur hann áfram líkt og þögn sé sama og samþykki fyrir sögustund: „Hér reið yfir mikill jarðskjálfti árið 1755, sem jafnaði borgina við jörðu.“ Hann gjóar á mig augum þar sem ég óvart flissa þegar hann sagði reið. Hann bíður á meðan ég kyngi flissinu og heldur áfram: „Öll húsin sem við sjáum hérna í kringum okkur voru byggð eftir jarðskjálftann. Nema kirkjan sem þú sérð þarna uppi á hæðinni.“ Hann bendir og heldur ekki áfram með frásögnina fyrr en ég fylgi fingri hans eftir. Við stöndum á torgi og fyrir ofan okkur tróna rústir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=