Leynifélagið SKÚMUR
Til kennara Sum börn þurfa að fá skipulega æfingu í að lesa samhljóðasam bönd í orðum til að ná góðri lestrarleikni. Tilgangur þessa bókaflokks er að vekja lestraráhuga og að þjálfa nemendur í að lesa orð með samhljóðasamböndum. Við gerð þessarar bókar var lögð áhersla á að velja orð með sk-, skr- og skrj- sem eru börnunum kunnug. Einnig var lögð áhersla á að myndefnið styðji vel við textann. Hér að neðan eru nokkrar ábendingar um notkun. Forspá/umræður. Nemendur og kennari ræða um efni bókarinnar út frá titli, kaflaheiti og myndum. Lögð er áhersla á að nota orðin sem koma fyrir í textanum. Orðaforði. Orð, sem barnið skilur e.t.v. ekki, útsk‡rð. Dæmi: skima, skáti, hyski, skaða, skúmur, skrjóður. Samheiti og andheiti fundin. Hljóðgreining. Kennari segir orð, barnið hlustar eftir tilteknu sam hljóðasambandi. Hvar er það í orðinu, fremst, inni í orðinu, aftast? Æskilegt er að nota fleiri orð en eru í textanum. Orðalestur. Kennari skrifar samhljóðasambandsorðin á lítil spjöld og æfir nemendur í að lesa þau stök. Auðvelda má lesturinn með því að búta orðin niður í lesbúta. Dæmi: skú-mur . Sum börn þurfa e.t.v. æfingu í að lesa líka önnur orð í textanum, sjá orðakassa á bls. 16. Þar eru m.a. orð með tvöföldum samhljóða, samsett orð og orð með öðrum samhljóðasamböndum. Lestur. Sagan lesin. Vakin athygli á spurningum neðst á hverri síðu sem eru ætlaðar til að skerpa athygli og auka lesskilning. Ritun. Nemandi finnur orð í sögunni sem byrja á sk-, skr-, skrj-, orð með sk og skr í og orð sem enda á sk . Venjulega er nóg fyrir barnið að fást við eina opnu bókarinnar í senn. Orðin skrifar barnið í eigin bók og strikar t.d. undir samhljóðasambandið. Úrvinnsla. Barnið velur sk -orð til að myndskreyta, finnur sk -orð sem eru ekki í bókinni og skrifar þau, merkir t.d. við sniðugasta orðið, erfiðasta orðið o.s.frv. Á vef Menntamálastofnunar eru verkefnablöð með sögunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=