4 Ræddu við félaga og rifjaðu upp það sem þú veist um kolkrabba. Lestu síðan textann og fræðstu enn meira um þessi merkilegu dýr. Búðu til spurningar til að spyrja félaga eftir hverja efnisgrein*. *efnisgrein: texti á milli greinaskila Meira um kolkrabba Kolkrabbar eru rándýr og miklir klækjarefir. Þeir geta beitt alls kyns brögðum til að sleppa frá öðrum dýrum, til dæmis losað sig við einn arm. Óvinurinn stoppar þá og gæðir sér á arminum meðan kolkrabbinn læðist í burtu. Kolkrabbar geta líka auðveldlega skellt sér í dulbúning. Þeir hafa mjög sérstakar húðfrumur sem gera þeim kleift að skipta um lit á augabragði. Þá verða þeir samlitir umhverfinu og ná þannig að fela sig. Merkilegastur er þó hæfileiki þeirra til að sprauta frá sér þykku svörtu bleki þegar hætta steðjar að. Andstæðingurinn blindast og kolkrabbinn kemst auðveldlega í burtu. Margir hafa reynt að hafa kolkrabba sem gæludýr en þar sem kolkrabbar eru mjög gáfaðir tekst þeim oft að sleppa úr vistinni. Kolkrabba hefur til dæmis tekist að skrúfa lok af krukku sem hann var settur ofan í.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=