Lesrún 2

44 Rifjið upp textann um stjörnumerkin og reynið að finna út í hvaða stjörnumerki krakkarnir eru. Fótbolti, handbolti, körfubolti og sund eru uppáhaldsgreinarnar mínar. Í frímínútum er ég alltaf í leikjum með vinum mínum og í tímum á ég erfitt með að vera róleg í sætinu mínu. Ég er _________________________ Ég er flinkur að fara með peninga og finnst gaman að hjálpa foreldrum mínum við heimilisstörfin. Þau borga mér stundum peninga fyrir og þá set ég í baukinn minn. Ég er _________________________ Ég er fyrir spennu og dularfulla hluti. Pabbi segir að ég sé þrjósk og hætti ekki við neitt sem ég er að gera fyrr en mér tekst að klára það. Ég á afmæli seint á árinu. Ég æfi bardagaíþrótt. Ég er _________________________ Getið þið giskað á merkið mitt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=