Lesrún 2

40 Í hvaða stjörnumerki ert þú? En félagi þinn? Margir hafa gaman af því að spá og spekúlera hvaða eiginleikar einkenna hvert merki. Lestu um stjörnumerkin og mátaðu hvort lýsingin passar við þig eða fólk sem þú þekkir. Stjörnumerki 22. des. – 19. jan. 21. maí – 21. júní 20. apríl – 20. maí 21. mars – 19. apríl 19. feb. – 20. mars 20. jan. – 18. feb. Steingeit er iðjusöm og skipulögð. Hún setur sér markmið og vinnur vel til að ná þeim. Steingeitur eru þolinmóðar og metnaðargjarnar, trygglyndar og standa við orð sín. Vatnsberi er sjálfstæður og fer sínar eigin leiðir. Hann er ævintýragjarn, þolir ekki óréttlæti og berst fyrir minni máttar. Vatnsberar verða oft miklir vísindamenn. Fiskur er víðsýnn og nægjusamur, hann nýtir hlutina vel. Fiskar eru rómantískir og dreymir dagdrauma. Þeir eru hjartahlýir og hjálpsamir og eiga marga vini. Hrútur er hvatvís og fljótur að bregðast við. Hrútar elska íþróttir, helst ef í þeim felst hraði, hreyfing og líkamleg snerting. Þeim leiðist að sitja kyrrir. Naut er orðheldið, þolinmótt, traust og með einstaklega gott minni. Naut elska sætindi og góðan mat. Þau hafa næmt auga fyrir fegurð og listum. Tvíburi er alltaf á ferð og flugi, talar mikið og þá gjarnan með miklum látum og leikrænum tilburðum. Tvíburar eru fjölhæfir, greindir og fljótir að hugsa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=