Lesrún 2

32 Af hverju er betra að mati skáldsins að ljóð séu stutt? Stúfhenda Ljóð geta verið margvísleg. Sum ríma en önnur ekki. Sum eru löng en önnur eru stutt. Ljóðið hér að neðan heitir Stúfhendan og er líka stúfhenda af því hvert erindi er svo stutt, einungis tvær línur. Jólasveinninn heitir Stúfur af því hann er svo stuttur, það sama á við um stúfhenduna. Lesið ljóðið, fyrst í hljóði en svo upphátt fyrir félaga. Lesið fyrri línuna hægt og skýrt en seinni línuna hraðar. Leggið áherslu á stuðlana í lestrinum. Stúfhendan Stúfhendan er stutt og sýnir styrk og kjark, hittir eins og ör í mark. Ef þig langar eitthvert sinn að yrkja ljóð stúfhendan er stutt og góð. Kvæði eru oftar lærð og oftar flutt eftir skáld sem yrkja stutt. Margt eitt skáldið matarlaust og mjótt og svangt yrkir bara allt of langt. Davíð Þór Jónsson Búið er að strika undir stuðlana í ljóðinu. Allir sérhljóðar (a, e, o …) stuðla saman og allir samhljóðar (t, n, k, m …) stuðla saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=