Lesrún 2

28 • Hvernig passar lýsingin á Skottu og Móra við hugmyndir ykkar um drauga? • Haldið þið að draugar séu til? Af hverju/af hverju ekki? • Kann eitthvert ykkar draugasögu? Mamma segir frá Móra – Hann Móri var flökkupiltur í lifanda lífi og hafði drukknað í á eftir að hafa flækst um á Suðurlandinu í langan tíma. Móri var ærsladraugur sem framdi óhljóð og ýmiss konar skarkala og þegar tók að skyggja skaut hann fólki skelk í bringu. Hann var venjulega klæddur í mórauð ullarföt og hafði barðastóran hatt á höfði. Skotta og Móri gerðu margt ljótt saman og ég ætla nú ekki að segja ykkur meira frá því, sagði mamma. Þær sögur eru alveg bannaðar fyrir börn. – Voru þetta bara krakkar eins og við? spurði Iðunn. Hvar voru mamma þeirra og pabbi? Af hverju passaði þau enginn? – Já, það er von að þú spyrjir, rófan mín. En börn í gamla daga áttu stundum engan að og þurftu bara að sjá um sig sjálf. Sum börnin höfðu ekki einu sinni stað til að sofa á og oft fengu þau lítið að borða og margir voru vondir við þau. – Aumingja Skotta og Móri, hvíslaði Óðinn. Það er ekki skrýtið þó þau hafi verið óþekk þegar enginn var góður við þau. Mamma brosti blíðlega til barnanna sinna. – Jæja, nú er kominn háttatími.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=