26 Trúir þú á drauga? En félagi þinn? Áður fyrr var draugatrú mikil á Íslandi, líklega vegna þess að hér var mikið myrkur lengstan hluta ársins. Í þessari sögu segir frá þremur frægum íslenskum draugum, Skottu, Móra og Þorgeirsbola. Draugar Það ýlfraði ámátlega í vindinum og greinar trjánna lömdu gluggana á litla sumarbústaðnum. Iðunn og Óðinn sátu og léku sér saman í tölvuleik í sófanum á meðan mamma hitaði súkkulaði í potti. Þau voru í vetrarfríi og fjölskyldan hafði ákveðið að fara upp í bústað. – Hvenær kemur pabbi eiginlega? spurði Iðunn. – Hann hlýtur að fara að koma, hann ætlaði bara að skreppa eftir mjólk, svaraði mamma. – Viltu segja okkur sögu mamma? spurði Óðinn. Kannski draugasögu? Óðinn slökkti á tölvunni og settist við eldhúsborðið. Mamma hellti súkkulaði í bolla og kveikti á kerti. Krakkarnir sötruðu heitan drykkinn. – Draugasögu segið þið. Hmmm … ég man nú ekki eftir neinum draugasögum, sagði mamma brosandi. – Ef ég segði ykkur svoleiðis sögu gætuð þið ekki sofnað í kvöld. Svo vitið þið að það eru ekki til neinir draugar í dag. – Mamma, hver var Skotta? spurði Iðunn. Ég heyrði nafnið hennar í einhverju lagi í útvarpinu um daginn. (mynd af krökkunum í sumarbústaðnum á draugalegu kvöldi).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=