18 Moldvörpur Moldvörpur eru forvitnileg dýr. Ræddu við félaga um það sem þú veist um moldvörpur. Lestu síðan textann og strikaðu undir aðalatriði sem tengjast útliti moldvörpunnar. Af hverju ætli moldvörpur séu með lítil augu? Moldvarpa er lítið spendýr sem eyðir næstum allri ævinni neðanjarðar í göngum sem hún grefur sjálf. Moldvarpan er vel útbúin fyrir gangagerð. Hún hefur stórar klær á öllum tám og framfætur hennar eru mjög sterkir. Þeir mynda nokkurs konar skóflu og segja má að moldvarpan sé eins og jarðvinnsluvél. Líkami moldvörpunnar er ílangur* og sívalur* og rófan stutt. Nefið er mjótt og hárlaust. Moldvarpan hefur löng veiðihár en augu hennar eru agnarsmá og oft hulin húð. Þess vegna er hún oft teiknuð með þykk gleraugu á skopmyndum. Moldvarpan hefur ekki mikla þörf fyrir sjón niðri í jörðinni, þar notar hún frekar lyktarskynið til að átta sig á umhverfinu. * ílangur: lengri á annan veginn * sívalur: eins og rörbútur, þverskorinn í báða enda
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=