13 Geimverurnar 5 – Velkomin í Svartheima, sagði svarta veran. Gróa og Gyða gripu smeykar hvor um aðra. Þær sáu ekki handa sinna skil og vissu ekkert hvert þær voru að fara. Svarta veran hló lágt. – Hohoho, þið eruð ekki þær fyrstu sem verðið hræddar hér en það er samt ekkert að óttast. Lokið bara augunum og þá líður ykkur betur. Gróa og Gyða lögðu aftur augun og smám saman færðist ró yfir þær í mjúku bílsætinu. Systurnar hölluðu sér hvor að annarri og fljótlega voru þær farnar að hrjóta lágt. Krossið í réttan reit. Blátt og gult verður brúnt Blátt og gult verður grænt Blátt og gult verður rautt Gult, rautt og blátt verður svart Gult, rautt og blátt verður brúnt Gult, rautt og blátt verður grátt Hvítur dekkir alla liti Hvítur gerir allt ósýnilegt Hvítur lýsir alla liti Blátt og rautt verður svart Blátt og rautt verður gult Blátt og rautt verður fjólublátt Hvað haldið þið að gerist næst? Skrifið ykkar eigin endi. Lesið svo hugmynd ykkar að sögulokum fyrir félaga. 1. 2. 3. 4.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=