12 Fljótlega breyttist litaspjaldið og bláir litir tóku völdin. Blár himinn, haf, lækir, fossar, ár og verur í ótal bláum tónum. – Hérna eru Bláurnar, mitt fólk, sagði bláa veran stolt. Við erum svo elskulegar og blöndum vel geði við aðra liti. Þegar við föðmum gular verur þá verðum við grænar og þegar við snertum rauðar verur verðum við fjólubláar. – Já, og ef þið strjúkið bæði gular og rauðar verur þá verðið þið brúnar, sagði svarta veran og glotti. Gróa og Gyða voru heillaðar. Þær héldu ferð sinni áfram og skyndilega varð allt skjannahvítt svo skar í augun. – Hér eru Hvíturnar, sagði bláa veran BL8. Þær og Svörturnar teljast ekki vera litir en þær lýsa eða dekkja alla liti. Stelpurnar dáðust að hrímhvítum húsunum og mjallahvíta snjónum sem lá yfir öllu. Smám saman varð hvíti liturinn ljósgrár, síðan grár og að lokum umlukti dökkgrá þoka umhverfið. Drungi og deyfð færðist yfir alla nema svörtu veruna sem brosti sífellt breiðar. Skyndilega varð allt svart. Geimverurnar 4 Hvaða bláa litatóna þekkið þið? Númerið setningarnar í rétta röð samkvæmt sögunni. Bláa veran kynnir sitt fólk Þokan leggst yfir allt Skyndilega varð allt svart Stelpurnar dást að snjónum Bláir litir taka völdin Allt verður skjannahvítt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=