8 *prísund: vandræði, klípa, klemma Heldur þú að systrunum takist að bjarga geimverunum úr prísundinni?* Ræddu um það við félaga og lestu síðan textann. Telpurnar tóku bókina og örkuðu með hana út í garð þar sem silfurhvíti geimdiskurinn hafði staðið en þar var nú ekkert að sjá. Gyða benti á fyrstu myndina í bókinni og lýsti geimskipinu sem flaug á ógnarhraða á stjörnubjörtum himninum. Skyndilega hvarf myndin en stafir birtust í staðinn. Hún hélt áfram á næstu mynd og sagði frá því þegar geimskipið lenti í garðinum þeirra. Myndin hvarf og stafir birtust. En það var ekki það eina sem gerðist. Geimskipið stóð allt í einu ljósum baðað fyrir framan þær. Áfram hélt Gyða að lýsa myndunum og ekki leið á löngu þar til geimverurnar þrjár voru komnar til þeirra og bókin orðin myndalaus. Bláa veran, BL8, skríkti af gleði og faðmaði stelpurnar að sér. – Takk fyrir að bjarga okkur, sagði hún vélrænni en glaðlegri röddu. Má bjóða ykkur í geimferð að launum? Okkur langar að sýna ykkur hvar við búum. Gróa og Gyða þökkuðu fyrir gott boð og bröltu upp í geimskipið. Bleika veran, HR1, ræskti sig og sagði: – Við komum frá lítilli plánetu sem heitir Litróf. Þar má finna alla liti sem til eru í alheiminum. Enda er slagorðið okkar: Gefðu lífinu lit! • Þekkið þið einhver slagorð? Algengt er að fyrirtæki og stofnanir séu með slagorð til að vekja athygli á sérkennum sínum. • Búið til slagorð fyrir bekkinn ykkar eða skólann. Geimverurnar 2
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=