Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

94 Arfurinn KAPPAKSTUR • Skrifaðu: „Þrír mikilvægir atburðir“ á töfluna og biddu nemendur um að skrifa það niður. Leyfðu nemendunum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í stuttu máli í lestrardagbókina. Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum og ræða þær. Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Bentu nemendunum á mikilvægi þess að taka framvindu sögunnar saman reglulega til að rifja upp það sem búið er að lesa og til að sjá fyrir sér hvað gæti gerst næst. Samantekt af þessu tagi getur stundum verið stutt og stundum löng. Kaflaheiti geta gagnast þegar gera þarf lengri samantekt því að í þeim er gjarnan að finna vísbendingar um efni kaflans. Segðu nemendunum að þú ætlir ekki að lesa kaflaheiti næsta kafla heldur eigi þau sjálf að láta sér detta í hug kaflaheiti sem passar vel.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=