Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn KAPPAKSTUR 93 KAPPAKSTUR – 9. KAFLI Megintilgangur: Að nota kaflaheitin til að taka saman atburðarás sögunnar. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Lestu síðustu setninguna í 8. kafla: „Og af hverju spilaði hann aldrei neitt?“ • Skoðið saman yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að gera samantekt á textanum . • Bentu nemendum á að þau geti notað kaflaheiti bókarinnar til að taka saman atburðarás bókarinnar; kaflaheitin eru í réttri tímaröð og hvert heiti segir ákveðna sögu um framvindu hvers kafla. • Lestu öll kaflaheitin upp í réttri röð og ræddu við nemendur um atburðarás sögunnar út frá þeim. Farðu á dýpri hátt í gegnum efni síðasta kafla áður en þú hefur upplesturinn. Í síðasta kafla kom í ljós að faðir Guðvarðar lést þegar Guðvarður var um tvítugt, mamma hans var alltaf heilsuveil og lést fyrir löngu. Hann átti engin börn. En það kom líka í ljós að Guðvarður hafði verið ungur píanósnillingur og hann hafði unnið fyrstu Evrópukeppni ungra tónsnillinga! Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Átti kaflaheitið vel við efni kaflans? Á hvaða hátt? • Vangavelta : Svartklædda konan segir: „Þið hérna á jörðinni lifið svo stutt að þið rennið öll saman. Ég sé voða lítinn mun á þér og Guðvarði.“ Hvernig vera er þetta eiginlega? • Önnur smáatriði sem gætu skipt máli : Álfrún hringir í vinnuna og þykist vera veik, en hún trúir Hannesi ekki alveg ennþá. Hún heldur kannski að hann þurfi lækni og sé að ímynda sér þetta allt saman. Svarti glansandi bíllinn keyrir aftan á þau en Álfrún nær að stinga hann af með háskaleik á þröngri brú. Þau stoppa á bensínstöð, svartklædd kona hótar Hannesi – og mömmu hans – en Álfrún kemur til bjargar með starfsmönnum á bensínstöðinni. • Fyrirsögn í lestrardagbók: 9. kafli – Kappakstur Biddu nemendur um að rifja upp a.m.k. þrjá mikilvæga atburði í bókinni og skrifa þá niður í réttri tímaröð. Orð í texta: hvítt postulín stálið geigvænlegar að skeiða Að taka saman textann LESTRARDAGBÓK YFIRLITSMYND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=