Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

9 anum. Ef vafinn snýst um erfitt orð sem ekki skýrist þótt lesið sé áfram geturðu flett orðinu upp eða spurt nemendur þína um merkingu þess. Stundum dugir að greina orðið til að komast að merkingu þess. Þegar þú sýnir nemendunum hvernig þú notar ólíkar aðferðir til að leysa úr vafaatriðum gefurðu þeim skýra mynd af því hvernig þeir geta sjálfir farið að við svipaðar aðstæður. AÐ GERA SAMANTEKT Til að gleyma ekki því sem lesið er – eða til að draga ályktanir – er gott að taka reglulega saman efni textans svo meginefni hans og boðskapur séu í öndvegi. .Til að byrja með geturðu þjálfað ykkur í samantekt á styttri textum og notað t.d. tímatengd orð til aðstoðar, s.s. fyrst, síðan, þar á eftir og að lokum . Byrjaðu á því að hugsa upphátt til að sýna fram á hvernig samantekt fer fram; leyfðu síðan nemendunum að leggja eigin atriði inn í samantektina og láttu þau smám saman gera samantektir á lengri og erfiðari textum upp á eigin spýtur. AÐ DRAGA ÁLYKTANIR Þegar rætt er um að „draga ályktanir“ er átt við þann skilning sem lesandinn fær út úr þeim hluta textans sem ekki er orðaður bókstaflega. Til að geta dregið ályktanir þarf lesandinn að nýta sér ályktunarhæfni sem felur í sér að hann þarf bæði að nýta bakgrunnsþekkingu sína og reynslu og draga ályktanir af ólíkum hlutum textans. .Til að geta nýtt sér aðrar lestraraðferðir er nauðsynlegt að geta dregið ályktanir, til dæmis þegar lesandi spáir fyrir um framvindu textans: „Ég hef lesið svipaða bók og þess vegna held ég að … “ Þetta er líka mikilvægt þegar leysa þarf úr vafaatriðum og finna svör við spurningum sem lesandinn hefur fundið „á milli línanna“ eða „fyrir utan textann“. Þú notar líka ályktunarhæfnina þegar þú sigtar aðalatriði textans út til að gera samantekt. .Þegar þú leitar að tengingum og túlkunum með nemendum og þið dragið álykt- anir í sameiningu fer fram þjálfun í því að samþætta upplýsingar úr textanum og eigin bakgrunnsþekkingu til að geta sett fram tilgátur um hann. AÐ GERA TENGINGAR Það ýtir undir læsi að notast við textatengingar þar sem textinn er borinn saman við önnur þekkt fyrirbæri. Með því verður auðveldara að staðsetja sig í atburða- rásinni og skilja hana. Lesandinn getur myndað tengingar á ólíkum forsendum: Tengingar við aðra hluta í sama texta, við aðra texta, við eigin reynslu eða við nærumhverfið. .Þegar þú lest upphátt geturðu staldrað við og orðað þínar eigin tengingar upp- hátt, til dæmis: „Að lesa þetta minnir mig helst á hvernig það var … “ Gefðu nemendunum einnig færi á að mynda sínar eigin tengingar með því að setja sig í samhengi við það sem þú lest: „Hafið þið einhvern tímann … ?“ eða „Munið þið þegar … ?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=