Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

50 LEYNDARMÁL GUÐVARÐAR Smám saman var hann var búinn að segja Álfrúnu alla söguna. Hann var samt ekki alveg viss um að hún tryði honum. En hún hafði komið þegar Hannes hringdi, sem lofaði góðu. Og ef Álfrún var til í að muna að einu sinni var Hannes litli bróðir hennar, þá var hún kannski til í að keyra áfram, bara af því hann bað hana um það. Þetta færi örugglega allt vel. Þau myndu bara stoppa einhvers staðar á leiðinni og kaupa svona ferðagrill eins og Guðvarður hafði nefnt og brenna helvítis bókina. Og þá myndi þetta fólk í jakkafötunum fara aftur heim til sín. Það hlaut að vera. Guðvarður hefði ekkert beðið Hannes um að brenna bókina ef hann hefði haldið að það myndi gera fólkið í jakkafötunum enn þá reiðara? Vonandi ekki. Hannes skildi ekki enn hvernig Guðvarði hafði dottið í hug að láta hann fá þessa vandræðabók sem lá núna í bak- pokanum hans. Voru þeir ekki vinir? Guðvarður var auðvitað ruglaður, en Hannes hafði samt haldið að karlinum hefði þótt pínu- lítið vænt um hann. Gat verið að honum hefði bara fundist allt í lagi að Hannes myndi lenda í hrikalegu veseni út af þessari bók? Hafði Guðvarður bara ákveðið að hann nennti ekki sjálfur Arfurinn LEYNDAMÁL GUÐVARÐAR 83 Finnst okkur skrýtið að Álfrún hafi komið? Er ekkert undarlegt að hún sé til í að fara á bakvið foreldra Hannesar og elta þessa dynti í fyrr- verandi stjúpbróður sínum? Hvað ætli liggi á bakvið þessa ákvörðun hjá henni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=