Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
82 Arfurinn LEYNDAMÁL GUÐVARÐAR LEYNDARMÁL GUÐVARÐAR – 8. KAFLI Megintilgangur: Að spá fyrir um framvindu sögunnar með því að nota vís- bendingar í textanum. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? • Ræðið saman um vísbendinguna í textanum. • Umræður : Hannes er loksins búinn að segja Álfrúnu alla söguna. Þessi kafli snýst mest um að kynna til sögunnar nýjar upplýsingar um Guðvarð. Hvers erum við vísari að kafla loknum? Faðir hans lést þegar Guðvarður var um tvítugt, mamma hans var alltaf heilsuveil og lést fyrir löngu. Guðvarður átti engin börn. En það kom líka í ljós að hann hafði sjálfur verið ungur píanósnillingur sem vann fyrstu Evrópukeppni ungra tónsnillinga! Af hverju varð Guðvarður þá bara frekar úrillur píanókennari? Sem aldrei spilaði sjálfur á píanóið? Hvað gerðist? Og af hverju er zeta í einu orði blaða- fréttarinnar? Orð í texta: vegöxl vesen hagyrðingamót lykilmaður kjölta heilsuveill flygill Að spá fyrir um textann
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=