Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
8 LESTRARAÐFERÐIRNAR – YFIRLIT Hér er að finna umfjöllun um lestraraðferðirnar, rökstuðning fyrir þeim og dæmi sem sýna hversu flókið samspilið er á milli aðferðanna. AÐ SPÁ FYRIR UM TEXTANN Til að auðvelda skilning á texta getur lesandinn spáð fyrir um framvindu textans eða sett fram tilgátur um hann, bæði fyrir lestur og meðan á honum stendur. Þetta virkjar bakgrunnsþekkingu lesandans. Vísbendingar um slíka spádóma er bæði að finna í texta og myndum bókarinnar, en fyrirliggjandi þekking og reynsla lesandans hefur einnig mikil áhrif. .Þegar þú þjálfar nemendur þína í að spá fyrir um textann getið þið til dæmis skoðað bókarkápuna, lesið bókartitilinn og baksíðutextann saman og spjallað um hvað bókin gæti fjallað. Meðan á lestrinum stendur getið þið staldrað við og velt því fyrir ykkur hvað gæti hugsanlega gerst næst í frásögninni. Gættu þess að draga athygli að því í upplestrinum þegar í ljós kemur að spáin ykkar var rétt. Önnur leið til að spá fyrir um textann er að nota kaflaheiti sem segja til um at- burðarásina. AÐ SPYRJA SPURNINGA Á meðan lestri stendur eiga lesendur í samtali við höfund og texta. Hægt er að spyrja ótal ólíkra spurninga til að skilja textann betur. Sum svörin við spurning- unum er að finna í sjálfum orðunum í textanum. Önnur svör þarf að leita uppi með því „að lesa á milli línanna“, s.s. með því að leita vísbendinga á fleiri stöðum í textanum og draga ályktanir út frá þeim. Stundum þarf lesandinn að nota eigin þekkingu og reynslu til að finna svör við spurningum. Þetta kallast „að lesa út fyrir textann“. .Þegar þú æfir þig og nemendur þína í að spyrja spurninga úr textanum geturðu staldrað við í upplestrinum og orðað spurninguna upphátt, til dæmis: „Af hverju ætli hann/hún segi þetta? Hvað ætli hann/hún meini með þessu?“ Þú getur bæði hugsað spurninguna upphátt eða hreinlega spurt bekkinn beint og látið hann um að svara. Stundum þurfið þið kannski að fletta til baka og lesa tiltekinn kafla aftur til að finna svarið; stundum þarf að lesa áfram til að gera það. .Til að læra að hugsa með gagnrýnum hætti og nálgast texta gaumgæfilega geta góðir lesendur einnig spurt rithöfundinn spurninga, bæði hvað varðar innihald textans og formgerð hans, t.d. hvernig textinn er uppbyggður. Nánar er fjallað um þetta á bls. 12 undir fyrirsögninni „Að yfirheyra höfundinn“. AÐ LEYSA LESTRARHNÚTA Við lesturinn geta komið upp vafaatriði af ýmsum orsökum, t.d. ef orðaforði er takmarkaður, samfélagsþekking er ekki nægileg eða vegna gleymsku – þegar lesandinn hefur einfaldlega gleymt því sem áður kom fram í textanum. .Til að leysa úr vafaatriðum með nemendum geturðu sýnt þeim hvernig lesand- inn fer til baka og les aftur til að öðlast betri skilning út frá samhenginu eða hvernig hann les áfram til að athuga hvort skýringuna sé að finna síðar í text-
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=