Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn ÁLFRÚN 77 45 ÁLFRÚN Klukkan sex um morguninn kyssti Hannes mömmu sína bless og ætlaði að leggja af stað út á bensínstöð. – Koma þau ekki einu sinni upp að dyrum að sækja þig? spurði mamma hans hneyksluð. Dæmigert fyrir hann pabba þinn! Óvenjusterkur jarðskjálfti reið yfir og þau gripu bæði í dyrakarminn til að halda jafnvægi. – Hún Linda er kannski hrædd við þig eftir símtalið í gær, sagði Hannes. Og pabbi hefur verið hræddur við þig í mörg ár. Mamma hans hnussaði en mótmælti ekki. Svo knúsaði hún hann. Hannes sá að gamall, grænn bíll beið niðri á bensínstöð. Mamma hafði alltaf sagt að Siggi, pabbi Álfrúnar, væri týpan sem keyrði bara druslur, svo þetta hlaut að vera Álf- rún. Að minnsta kosti var Álfrún varla á svarta, glansandi bílnum sem var að læðast um göturnar í morgunsólinni. Hannes pírði augun á svarta bílinn. Svo greip hann andann á lofti. Þetta voru örugglega þau. Vonda fólkið. Þau voru á leiðinni. Hann flýtti sér að kyssa mömmu sína aftur. – Ég læt þig vita þegar ég lendi, sagði hann. Svo tók hann til fótanna. Við vitum ekki ennþá hvort Álfrún kemur eins og um var rætt. Kemur hún eða ekki? Hvort bendir kaflaheitið til þess að svarið við þessu sé já eða nei? Önnur vísbending um mömmuna … VÍSBENDING: Hvaða svarti bíll er þetta eiginlega? Ætti mamman ekki að fylgja Hannesi alla leið? Er þetta traust, ráðaleysi eða ábyrgðarleysi hjá henni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=