Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
76 Arfurinn ÁLFRÚN ÁLFRÚN – 7. KAFLI Megintilgangur: Að spá fyrir um framvindu sögunnar með hjálp vísbendinga í textanum. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Skoðið saman yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að gera forspá um textann . Útskýrðu fyrir nemendum að í þessum kafla ætlið þið að gera hlé á lestr- inum og freista þess að spá fyrir um framvindu sögunnar með hjálp vís- bendinga frá rithöfundinum. • Takið í sameiningu saman efni síðasta kafla. Í síðasta kafla setur Hannes í gang mjög flókna áætlun um að plata for- eldra sína og láta þau halda að hann sé farinn til Stokkhólms. Álfrún hefur greinilega samþykkt að taka þátt í áætluninni því að hún hringir í mömmu Hannesar og þykist vera Linda, nýja kona pabba hans. Mamma Hannesar er ráðvillt, en virðist ætla að gleypa við planinu og blekkingunni. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Fyrirsögn í lestrardagbók: 7. kafli – Álfrún • Ræðið saman um vísbendingarnar í textanum. • Spurning : Hvernig manngerð er Álfrún, núna þegar þrjú ár eru síðan Hann- es sá hana síðast? Hvaða upplýsingar fáum við um hana í þessum kafla, t.d. um útlit hennar og lífsviðhorf? • Skrifaðu spurninguna upp á töflu og biddu nemendur um að skrifa hana niður. Leyfðu nemendunum að velta spurningunni fyrir sér og skrifa síðan eigin hugsanir í stuttu máli í lestrardagbókina, án þess að gera kröfu um vel mótaðar setningar. Leggðu áherslu á að engin svör séu rétt eða röng. Ég held að Álfrún sé/sé ekki [efnisatriði] vegna þess að [efnisatriði] … Leyfðu nemendunum að deila sínum hugleiðingum, ræða þær og freista þess að spá fyrir um framvinduna. Gefðu nemendum tíma til að skrifa fleira niður eða breyta fyrri punktum ef svo ber undir. • Önnur smáatriði sem gætu skipt máli: Það er á kreiki svartur og glansandi bíll. Álfrún er í björgunarsveit – gæti það skipt máli síðar í sögunni? Gæti kápu- myndin bent til þess? Undir lok kaflans byrjar að gjósa úr fjalli sem er ekki einu sinni eldfjall! Orð í texta: að súpa hveljur bólstur móbergsstapi Að spá fyrir um textann LESTRARDAGBÓK YFIRLITSMYND
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=