Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
Arfurinn KLÆKJABRÖGÐ 73 42 Hann heyrði að mamma hljómaði dálítið ringluð. Fljót- lega var hún samt orðin alveg brjáluð. – Þið getið ekki bara tekið svona ákvarðanir án þess að ræða við mig fyrst, Linda! Þið verðið bara að breyta mið- anum hans Hannesar aftur! Hvað meinarðu? Hvernig get- ur verið orðið uppselt í flugið ef þið voruð bara að breyta þessu í dag? Nei, þú talar ekki svona við mig! Ég vil fá að tala við Dan! Jú, gefðu mér samband við hann, þetta er okkar á milli! Halló? Halló? Hannes fann léttinn hríslast um sig. Álfrún var með í planinu. Hannes stökk fram. Nú þurfti hann að grípa inn í áður en mamma hans hringdi alveg óð í pabba hans. – Hæ, ég var að fá póst frá pabba, sagði Hannes. Það er æðislegt að við förum strax á morgun, mamma! Er pabbi Hannesar útlenskur? Það hafa komið fram margar vísbendingar um mömmu Hannesar. Hvað er málið með hana? Er hún veik? Gefur myndin vísbend- ingu um líðan eða stöðu mömmunnar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=